Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2016-2017

04.03.2016
Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2016-2017

Innritun nemenda í grunnskóla í Garðabæ fer fram dagana 17. mars  -  1. apríl  rafrænt á vef Garðabæjar www.gardabaer.is

Þetta gildir jafnt um nýnema sem og nemendur  í 2.- 9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 1. apríl nk. Eftir þann tíma er ekki öruggt að hægt sé að koma til móts við óskir um skólavist.

Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á tómstundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla á næsta skólaári fer einnig fram þessa sömu daga. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á tómstundaheimilum.

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2014-2015 er til 10. apríl og skulu umsóknir berast skóladeild. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár.

Hægt er að sækja um rafrænt á Mínum Garðabæ.

Til baka
English
Hafðu samband