Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

20.03.2024
Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þriðjudaginn 19. mars við skemmtilega athöfn í sal skólans. Þátttakendur voru 10 talsins og lásu fyrst úr sögunni "Draugaslóð" eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og svo ljóð að eigin vali eftir Gyrði Elíasson. Ungu lesendurnir stóðu sig allir með mikilli prýði og fengu afhent viðurkenningarskjal ásamt rós að upplestri loknum. Við athöfnina flutt Jóakim Enok Wiencke og Nökkvi Styr Jóhannesson lagið Hystería á bassa og gítar.

Fulltrúar skólans árið 2024 eru þau Ásdís Freyja Andradóttir, Indíana Eldey Þórólfsdóttir og til vara Egill Aron Bjarkason. 

Lokakeppnin verður fimmtudaginn 18. apríl í Sjálandsskóla þar sem fulltrúar allra skóla í Garðabæ keppa.

Til baka
English
Hafðu samband