Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak á yngsta stigi

19.03.2024
Lestrarátak á yngsta stigi

Nýlega lauk tveggja vikna lestrarátaki á yngsta stigi. Tilgangur átaksins var að efla lestur og lesskilning auk orðaforða og voru nemendur hvattir til að bæta við hefðbundinn lestrartíma meðan á átakinu stóð.

Mismunandi útfærslur voru á átakinu í hverjum árgangi. Nemendur í 1. bekk söfnuðu krónublöðum á blóm eftir hverjar lesnar 10 mínútur, nemendur í 2. bekk söfnuðu poppbaunum fyrir hverjar 5 mínútur sem voru lesnar, nemendur í 3. bekk söfnuðu gullpeningum fyrir hverja lesna klukkustund, sem settir voru í fjársjóðskistu Sjóræningjanna í næsta húsi og nemendur í 4. bekk söfnuðu klukkustundarhringjum sem mynduðu halann á Níðhöggi, drekanum úr Goðafræðinni.

Börnin voru mjög kappsöm og metnaðarfull og samtals lásu nemendur á yngsta stigi í u.þ.b. 800 klukkustundir!

Í lokin var svo haldin uppskeruhátíð þar sem þessum frábæra árangri var fagnað. Börnin komu í náttfötum og með bangsa, horft var á bíó og borðað popp. Einnig var spilað og farið í skemmtilega leiki.

                   

Til baka
English
Hafðu samband