Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla 2023-2024 og kynningar í skóla

02.03.2023
Innritun í grunnskóla 2023-2024 og kynningar í skólaInnritun nemenda í 1.bekk (f. 2017) fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram dagana 1. – 10. mars nk. Innritað er í gegnum þjónustugátt Garðabæjar á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Álftanesskóli mun vera með opið hús fyrir þá sem vilja koma og skoða skólann en kynningarfundur fyrir foreldra þeirra barna sem hefja skólagöngu í Álftanesskóla næsta haust verður boðaður í maí. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur skólastarf grunnskólanna í Garðabæ en upplýsingar um kynningar og heimasíður grunnskólanna má finna hér.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum fyrir skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Garðabæjar . 
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum fer fram á sama tíma. Ef umsóknir fyrir næsta skólaár berast fyrir 15. júní 2023 fær barnið pláss á umbeðnu frístundaheimili. Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar með tilliti til starfsmannahalds hverju sinni. 
Innritun er rafræn og fer fram á þjónustugátt Garðabæjar.
 
Til baka
English
Hafðu samband