Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigursælir Álftnesingar

31.03.2022
Sigursælir Álftnesingar

Síðastliðna helgi báru nokkrir krakkar úr Álftanesskóla sigur úr býtum í keppnum á vegum félagsmiðstöðvanna og Samfés Ragnheiður Klara Róbertsdóttir 6. bekk hreppti fyrsta sætið í einstaklingsdansi í Danskeppni Samfés með frábærum dansi sem hún samdi sjálf.

Hljómsveitin Vilko sem samanstendur af Arnari Snæ Snorrasyni gítarleikara, Birtu Dís Gunnarsdóttur söngkonu, Erik Yngva Brannan trommuleikara og Daníeli Péturssyni gítarleikara öllum úr 10. bekk komst áfram í Söngkeppni Kragans með laginu When we were young eftir söngkonuna Adele og mun því keppa í Söngkeppni Samfés sem haldin verður 30. apríl og einnig send út á www.ungruv.is

Við sendum þeim öllum hamingjuóskir.
Framtíðin er björt.

Hér má sjá myndir 

 
Til baka
English
Hafðu samband