Handboltaþema í íþróttum
21.01.2021

Þessa dagana standa strákarnir okkar í stórræðum á HM í handbolta. Mörg flott tilþrif hafa sést á mótinu og yfirleitt mikill áhugi fyrir gengi liðsins. Í íþróttum hafa íþróttakennarar verið með handboltaþema hjá öllum árgöngum og hafa mörg frábær tilþrif sést þar sömuleiðis.
Efnilegir krakkar hér á ferðinni og hver veit nema við sjáum einhver þeirra á skjánum í framtíðinni?