Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íþróttamannvirki og söfn lokuð næstu tvær vikur

20.10.2020
Íþróttamannvirki og söfn lokuð næstu tvær vikur

Sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafa sent okkur tilmæli um að halda áfram á sömu braut hvað varðar skólaíþróttir í grunnskólum. Öll íþróttamannvirki verða lokuð næstu tvær vikurnar, þetta þýðir að sund- og íþróttakennsla fer ekki fram í íþróttahúsum né sundlaugum. Íþróttakennarar munu áfram vera með nemendur í þessum kennslustundum og sinna hreyfingu með útiíþróttum eins lengi og aðstæður leyfa. Við ítrekum að mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og til íþróttaiðkunnar utandyra.

Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð.

Til baka
English
Hafðu samband