Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skertur skóladagur fimmtudaginn 15.okt

13.10.2020
Skertur skóladagur fimmtudaginn 15.okt

Fimmtudaginn 15.október er hinn árlegi útkennsludagur Lesið í nesið hjá okkur í Álftanesskóla, þennan dag erum við einnig að halda upp á 140 ára skólasögu á Álftanesi. Þetta er skertur skóladagur þ.e. nemendur mæta kl. 9.00 í skólann og fara heim að hádegisverði loknum klukkan 12.20. Í tilefni dagsins verður boðið upp á ís og pizzu í skólanum.

Bókasafnið verður opið fyrir þá nemendur á yngsta stigi sem á þurfa að halda frá klukkan 8.00. Álftamýri tekur við þeim nemendum sem þar eru skráðir eftir að skóladegi lýkur.

Vinsamlega sendið nemendur klædda eftir veðri þar sem dagurinn fer fram úti hjá flestum.

Til baka
English
Hafðu samband