Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allir í landsliðið!

01.04.2020
Allir í landsliðið! Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa hrundið af stað lestrarátaki á landsvísu. Stofnað hefur verið landslið í lestri sem við getum öll verið í og markmiðið er að setja heimsmet í lestri. Við hvetjum alla til að skrá sig og nota þennan góða hvata til að auka lestur. Allur lestur og hlustun hljóðbóka gildir. Nemendur Álftanesskóla hafa áður sannað dugnað sinn þegar kemur að lestri og við erum fullviss um að svo verði einnig núna.
Allir í landsliðið!
Upplýsingar eru á slóðinni https://timitiladlesa.is/
Til baka
English
Hafðu samband