Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð í 1. bekk

25.01.2019
100 daga hátíð í 1. bekk

Mikil hátíðahöld voru hjá 1. bekk í dag þar sem haldið var upp á hundraðasta skóladaginn. Við byrjuðum daginn á stærðfræðiverkefni sem fólst í  því að nemendur áttu að telja tíu stykki af tíu tegundum af góðgæti í poka, alls 100 stykki á mann. Síðan var farið í skrúðgöngu um skólann  og nokkur skemmtileg lög sungin. Við enduðum tímann á að horfa á mynd og gæða okkur á góðgætinu.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Til baka
English
Hafðu samband