Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lausar stöður hjá Álftanesskóla

08.01.2018
Lausar stöður hjá Álftanesskóla

Álftanesskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta - stigi frá 1. janúar 2018

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísir“. 
Helstu verkefni og ábyrgð 
Að vera umsjónarkennari í námshópi 
Að standa vörð um nám og velferð nemenda 
Að vera í samstarfi við foreldra nemenda 
Að taka þátt í þróun skólastarfsins með samstarfsmönnum 

Hæfniskröfur 
Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla 
Reynsla af kennslu á yngsta stigi 
Reynsla af byrjendakennslu í lestri
Góð samskipta- og skipulagsfærni og áhugi á nýbreytni- og þróunarstarfi
Um 80-100% starfshlutfall er að ræða. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2018

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri, markus@alftanesskoli.is og í síma 5404700/8215007 eða Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri erna.palsdottir@alftanesskoli.is og í síma 540470/8215009.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni v. forfalla í hlutastarf í tómstundaheimilið Frístund frá 4. janúar 2018

Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli (1.-10. bekk) í Garðabæ. Í Álftanesskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af virðingu, ábyrgð, sjálfsaga og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Unnið samkvæmt vinnuaðferðum um Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga. Álftanesskóli er Grænfánaskóli.
Í Frístund eru um 100 börn á aldrinum 6 -9 ára sem eru þar við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi. Í Frístund starf 10-12 starfsmenn.

Menntun, reynsla og hæfni: 
Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður í tómstunda-, uppeldisfræðum eða annarri sambærilegri menntun
Kostur er að viðkomandi hafi víðtæka reynslu af tómstunda-, íþrótta- og félagsstarfi með börnum
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar 
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Daglegur vinnutími er frá kl. 13:00 -16:00. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2018

Nánari upplýsingar um störfin veita: Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri,  markus@alftanesskoli.is og í síma 8215007/ 5404700 eða Íris Ósk Hafþórsdóttir  umsjónarmaður Frístundar, fristund@alftanesskoli.is  og í síma 821-5003/5404700.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. 

 

 


 

 

Til baka
English
Hafðu samband