Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn Benna Kalla forvarnafulltrúa í 10. bekk

18.10.2017
Heimsókn Benna Kalla forvarnafulltrúa í 10. bekk

Berent Karl Hafsteinsson, öðru nafni Benni Kalli heimsótti 10. bekk í forvarnarvikunni og ræddi við nemendur um mikilvægi ábyrgrar hegðunar í umferðinni og sér í lagi í tengslum við bifhjólanotkun.

 Benni Kalli er Skagamaður, með mikinn áhuga á kraftmiklum vélhjólum. Fyrir um 25 árum þegar Benni Kalli var um tvítugt lenti hann í alvarlegu bifhjólaslysi þegar hann var í spyrnu við félaga sína. Eftirköst slyssins eru margvísleg og meðal annars missti Benni Kalli annan fótinn við hné. 

Í erindi sínu segir Benni Kalli á einlægan og opinskáan hátt frá lífi sínu fyrir slysið, slysinu sjálfu og hvernig líf hans hefur markast af nokkrum augnablikum á unglingsárum. 

Hér má sjá myndir frá forvarnarvikunni

 

 

Til baka
English
Hafðu samband