Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann þriðjudaginn 19. september

06.09.2017
Göngum í skólann þriðjudaginn 19. september

Þriðjudaginn 19. september er gert ráð fyrir að nemendur og starfsmenn skólans taki þátt í verkefninu Göngum í skólann. Þá ganga yngstu krakkarnir, ásamt leikskólunum, stuttan hring og fara svo í hefðbundna dagskrá. Eldri krakkarnir ganga eða hjóla aðra leið á sama tíma og þau sem hjóla verða auðvitað að vera með hjálm.

Markmið verkefnisins er meðal annars að hvetja alla til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, auka samfélagsvitund um hversu gönguvænt umhverfið er og síðast en ekki síst til að kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli.

Til baka
English
Hafðu samband