Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frá Skólamat

17.08.2017
Frá SkólamatKæri foreldri/forráðamaður.
Við hjá Skólamat ehf. erum mjög ánægð að fá að þjónusta nemendur í grunnskólum Garðabæjar með skólamatinn í vetur eins og undanfarin ár.
Nú í upphafi skólaárs viljum við benda á nokkur atriði :
1. Skráning hefst mánudaginn 21. ágúst á www.skolamatur.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um skólamatinn. 
2. Áskrift frá fyrra vetri endurnýjast ekki sjálfkrafa og því þarf að endurnýja allar mataráskriftir nú í skólabyrjun. Mikilvægt er að skrá rétt bekkjarheiti nemanda.
3. Afgreiðsla skólamáltíða hefst miðvikudaginn 23. ágúst og hefst þá fyrsta áskriftatímabil vetrarins sem gildir til 30. september. Mataráskriftir eru seldar í áskriftartímabilum en endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega.
4. Verð skólamáltíða er ákveðið af sveitarfélagi, þ.e. verð fyrir hverja máltíð. Verðið helst óbreytt frá fyrra vetri eða kr. 474. Einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali.
Hægt er að greiða með færslu af greiðslukorti, greiðslukröfu í heimabanka/netbanka, eða fá sendan greiðsluseðil. Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftartímabils og er skólamatur því fyrirframgreiddur.
5. Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ekki þarf að endurnýja læknisvottorð milli skólaára nema breyting hafi orðið á ofnæmi eða óþoli.
6. Á hverjum degi er boðið upp á tvo rétti, hefðbundinn réttur og svo léttur grænmetisréttur eða önnur fisktegund. Aukin áhersla er á rétti sem unnir eru frá grunni eftir einföldum uppskriftum, fjölbreytt útval grænmetis og ávaxta og fjölbreytt úrval fisktegunda. 
7. Mikil áhersla er lögð á lágmörkun matarsóunar, m.a. með vigtun á rusli og skráningu, góðu eftirliti og fræðslu til nemenda. 

Ef spurningar vakna er hægt að hringja á skrifstofu Skólamatar í síma 420 2500 eða senda tölvupóst á skolamatur@skolamatur.is.

Með von um frábært samstarf,
Starfsfólk Skólamatar
 
Til baka
English
Hafðu samband