Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð í 3. bekk

01.06.2017
Vorferð í 3. bekk

Þriðjudaginn 30. maí fóru krakkarnir í  3. bekk í vorferðina sína. Þau byrjuðu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, fengu frábæra fræðslu um fugla og skoðuðu fleiri uppstoppuð dýr og lifandi fiska í fiskabúrum.

Að því loknu fóru þau að Hvaleyrarvatni. Veðrið var því miður ekki eins og best verður á kosið, rigning og mjög blautt við vatnið. Krakkarnir létu það ekki á sig fá, borðuðu nestið sitt og fóru svo að vaða og leika sér. Sum létu ekki duga að vaða eins og stígvélin þoldu heldur fóru úr og óðu berfætt. Þar sem svona blautt var í veðri var ákveðið að koma fyrr heim og borða hádegisnestið í stofunum og þurrka sér um leið.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband