4. bekkur styrkir Barnaspítala Hringsins
02.03.2017
Á Jóla- og góðgerðadeginum þann 26. nóvember síðastliðinn var 4. bekkur með sitt árlega Lukkuhjól þar sem safnað er til góðgerðamála og alls söfnuðust 80.000 kr.
Að þessu sinni völdu nemendur að styrkja Krabbameinsfélagið um 40.000 kr. og Barnaspítala Hringsins um 40.000 kr. Krabbameinsfélaginu var afhendur styrkurinn þann 14. febrúar síðastliðinn en Barnaspítalanum var afhendur styrkurinn í vikunni.