Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Margæsadagur í 1. bekk

18.05.2016
Margæsadagur í 1. bekk

Á margæsadaginn, á þriðjudaginn í síðustu viku fór 1. bekkur í göngutúr að Eyvindarholti til að skoða margæsir og hænsni. Þar tók Áslaug Arna Stefánsdóttir á móti okkur og bauð hún upp á heitt kakó og súkkulaðirúsínur. Ásamt því að skoða fuglana var farið í leiki, sungið og nesti borðað úti. Þetta var skemmtileg ferð og  þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur.

Hér eru myndir frá ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband