Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur Foreldrafélagsins fimmtudaginn 4. júní kl. 20:00

01.06.2015
Aðalfundur Foreldrafélagsins fimmtudaginn 4. júní kl. 20:00

Aðalfundur Foreldrafélags Álftanesskóla verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 20.00 í sal Álftanesskóla.

Dagskrá:

1.    Setning
2.    Kosning embættismanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara
3.    Formaður flytur skýrslu stjórnar
4.    Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
5.    Umræður um skýrslu stjórnar og gjaldkera
6.    Lagabreytingar
7.    Kosning stjórnar
8.    Kosning skoðunarmanna ársreikninga
9.    Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð
10.  Önnur mál

Fyrir fundinum liggur lagabreytingartillaga frá stjórn Foreldrafélagsins og fulltrúum foreldra í skólaráði sjá meðfylgjandi viðhengi.

Allir foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta.

Foreldrafélag Álftanesskóla

 

Lög foreldrafélagsins - breytingatillaga 

Til baka
English
Hafðu samband