Morgunheimsókn foreldra í 1. bekk
27.04.2015
Föstudaginn 17. apríl var uppskeruhátíð hjá 1. bekk en þá var lokið þemaverkefninu um líkamann. Börnin buðu foreldrum sínum í morgunheimsókn og fluttu fyrir þau lögin sín úr Ávaxtakörfunni og síðan fór hver bekkur í sína stofu. Þar fræddu börnin foreldrana um ýmislegt sem tengdist verkefninu t.d. hvað það væru mörg bein í líkamanum og nöfn á helstu frumum.
Hér má sjá myndir úr heimsókninni.