Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands í heimsókn

03.03.2015
Sinfóníuhljómsveit Íslands í heimsókn

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarin ár komið í heimsókn til þeirra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem óska eftir því og í ár erum við svo heppin að röðin er komin að okkur.

Sinfóníuhljómsveitin kemur til okkur föstudaginn 6. mars kl. 11:00 og verður með tónleika í Íþróttamiðstöðinni. Hún mun flytja lög úr öllum áttum, bæði íslensk og erlend sem og lög úr kvikmyndum og teiknimyndum. Lögin eiga öll það sameiginlegt að geta höfðað til barnanna og bjóða því upp á mika möguleika fyrir þátttöku þeirra á tónleikunum.

Með þessari heimsókn fá nemendur að kynnast Sinfóníuhljómsveitinni og hljóðfærum hennar, þeir fá að upplifa það að vera áhorfendur hennar, taka þátt og njóta.

Til baka
English
Hafðu samband