Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

03.02.2015
Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

Nú er lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið. Nemendur Álftanesskóla voru sérlega dugleg að taka þátt. Kassinn var troðfullur þegar hann var sendur til Ævars vísindamanns. Síðar í febrúar verður dregið úr innsendum miðum og fá vinningshafarnir ótrúleg verðlaun. Verðlaunahafarnir verða gerðir að sögupersónum í nýrri ævintýrabók sem kemur út í vor.

En þar sem nemendur úr Álftanesskóla voru svona duglegir var ákveðið að veita þrenn bókaverðlaun. Dregið var úr innsendum miðum úr okkar kassa. Þeir heppnu fengu ljóðabókina Fuglaþrugl og naflaskrafl eftir Þórarinn Eldjárn. Hér má sjá myndir frá afhendingu verðlaunanna.

Takk fyrir góða þátttöku.

Vinningshafar voru:

Ívar Orri Erlingsson  1. R

Kara Margrét Ægisdóttir  3. B

Helga Sigríður Kolbeins    5. SG

Til baka
English
Hafðu samband