Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn

27.09.2013
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinnAlþjóðlegi skólamjólkurdagurinn var haldinn í 14. sinn miðvikudaginn 25. september. Dagurinn er haldinn að tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðuþjóðanna. 
Í tilefni dagsins bjóða íslenskir kúabændur og  Mjólkursamsalan öllum 70.000 leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Reiknað er með að hérlendis verði drukknir alls sextán þúsund lítrar af mjólk þennan dag.

Það var eins hjá okkur hér í Álftanesskóla að nemendur fengu allir sem vildu mjólk í fernum frá Mjólkursamsölunni bæði í morgunnesti og tilefni dagsins var einnig boðið upp á mjólk með hádegismatnum. Þess má geta að nemendum er boðið upp á mjólk með morgunnesti, það er gert m.a. til þess að minnka umfangið af fernum (umbúðum) en nemendur nota hverjir sitt glasið.


Til baka
English
Hafðu samband