Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðarkerfi frístundabíls í Garðabæ

23.08.2013
Leiðarkerfi frístundabíls í Garðabæ

Akstur hefst 2. september 2013 og verður ekið alla þá daga sem tómstundaheimilin eru starfandi. 

Ákveðið hefur verið að halda sömu akstursáætlun frístundabílsins í Garðabæ frá síðasta vetri og láta bílinn fara á hálftíma fresti. Fer bíllinn þá frá Mýrinni kl. 14:15 fyrstu ferð og frá Sjálandsskóla 14:30 til baka. Síðasta ferð hvers dags er 17:15 frá Mýrinni og endar hann við Sjáland 17:30.

Annar bíll mun sinna ferðum frá tómstundaheimilinu á Álftanesi að Ásgarði. Fer sá bíll fyrstu ferð 14:45 og síðan 15:45 og 16:45. Til baka fer sá bíll frá Ásgarði 15:30, 16:30 og 17:30. Áætlun Álftanesbílsins verður endurskoðuð út frá þátttöku og sætanýtingu.

Sjá nánar á http://www.gardabaer.is/thjonusta-i-gardabae/ithrottir/fristundabill/

 

Ath. stoppistöð er nú utan við tómstundaheimilið á Álftanesi - Frístund.


Til baka
English
Hafðu samband