Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framkvæmdir á aðkomu að skólasvæðinu

23.08.2013
Framkvæmdir á aðkomu að skólasvæðinuHafnar eru framkvæmdir við frágang á aðkomu frá Breiðumýri að skóla- og íþróttasvæðinu á Álftanesi.
Nú þegar hafa verið gerð malarbílastæði austan við leikskólann Krakkakot í tengslum við hlið sem þar er á girðingunni.

Framkvæmdin felst að öðru leyti í eftirfarandi:

  1. Nýr stígur meðfram vesturhlið leikskólalóðarinnar frá Breiðumýri inn á skólalóðina. Verklok áætluð 15. september.
  2. Sleppistæði og aðkomutorg við Breiðumýri. Sett verður hlið á skólaveginn þannig að mögulegt verður að loka á umferð um götuna á skólatíma. Verklok áætluð 15. september.
  3. Malbikun bílastæða og frágangur gangstétta milli sundlaugarsvæðis og Breiðumýrar. Verklok áætluð 15. október. 

Hér má sjá skýringarmynd.

 

Til baka
English
Hafðu samband