Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Tilfinningalegar

 • breytingar á skapi
 • tíður grátur, viðkvæmni
 • svefntruflanir, martraðir
 • breyttar matarvenjur, lystarleysi - ofát
 • lítið sjálfstraust, hræðsla og kvíði
 • depurð, þunglyndiseinkenni, sjálfsvígshugsanir

Líkamlegar

 • líkamlegar kvartanir t.d. höfuðverkur, magaverkur
 • kvíðaeinkenni t.d. nagar neglur, stamar, kækir ýmis konar
 • líkamlegir áverkar s.s. skrámur og marblettir sem barnið getur ekki útskýrt
 • rifin föt og/eða skemmdar eigur

Félagslegar

 • virðist einangrað og einmana
 • fer ekki í og fær ekki heimsóknir
 • fáir eða engir vinir og barnið vill ekki taka þátt í félagsstarfi

Hegðun

 • óútskýranleg skapofsaköst og/eða grátköst
 • neitar að segja frá hvað amar að
 • árásargirni og erfið hegðun

Í skóla

 • hræðist að fara eitt í og úr skóla, biður um fylgd og/eða fer aðra leið
 • leggur fyrr eða seinna af stað í skólann en venjulega
 • mætir iðulega of seint eða byrjar að skrópa
 • forðast ákveðnar aðstæður í skólanum t.d. leikfimi og sund
 • hættir að sinna náminu, einkunnir lækka, einbeitingarörðugleikar
 • einangrar sig frá skólafélögum
 • forðast að fara í frímínútur

Á heimili

 • barnið neitar að fara í skólann
 • dregur sig í hlé
 • biður um auka vasapening
 • týnir peningum og/eða öðrum eigum
 • neitar að leika sér úti eftir skóla
 • byrjar að leggja önnur börn eða systkini í einelti
 • reynir að fá foreldra sína til að tala við kennarann, skólafélagana eða aðra foreldra
 • verður niðurdregið eða órólegt eftir frí

Verði foreldrar eða starfsmenn varir við einhver ofangreindra einkenna eða önnur sem benda til að barninu líði illa er mikilvægt að kanna málið. Allir sem hafa vitneskju um hvers konar líkamlegt eða andlegt ofbeldi meðal nemenda ber að tilkynna það til umsjónarkennara.


 

 

English
Hafðu samband