Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast.
Einelti felur í sér misbeitingu á valdi með þeim afleiðingum að þolanda líður illa og hann finnur til varnarleysis.


Einelti birtist í mörgum myndum, það getur verið:

Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar…

Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni…

Skriflegt: Neikvæð tölvu- og símasamskipti, krot, bréfasendingar…

Óbeint: Baktal, útskúfun, útilokun úr félagahópi…

Efnislegt: Eignum stolið, þær eyðilagðar…

Andlegt: Þvingun til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd og sjálfsvirðing…

Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis. 


 

English
Hafðu samband