Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reglur um tölvunotkun í grunnskólum Garðabæjar 

1. Tölvubúnaður grunnskólanna er eign skólanna og einungis ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annars sem samræmist markmiðum skólans.

2. Nemendur verða að umgangast tölvubúnaðinn með virðingu. Ef tölvan er ekki í lagi þegar komið er að henni þá ber að tilkynna það strax til kennara eða annarra starfsmanna skólans.

3. Allir nemendur hafa eigið notendanafn og netfang í tölvukerfi skólans og eru ábyrgir fyrir allri notkun þess og verða að muna að skrá sig út eftir notkun.

4. Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og jafnvel eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda.

5. Forðast skal að hafa gagnaflutninga inn á netkerfi skólans svo umfangsmikla að þeir valdi óþarfa álagi.

6. Nemendur eiga að fara eftir fyrirmælum kennara og gangsetja einungis þau forrit sem hann leyfir.

7. Nemendur verða að fá leyfi kennara til að prenta.

8. Nemendur fá leyfi hjá starfsmönnum skólans til að nota tölvur skólans.

 

Athugaðu:

1. Lánaðu engum aðgangsorð þitt að neti skólans
2. Notaðu aðeins það notendanafn sem þú hefur fengið úthlutað til að tengjast tölvubúnaði skólans
3. Notaðu ekki tölvukerfi skólans til að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra.
4. Breyttu ekki vinnuumhverfi á tölvum skólans því það getur haft áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda.
5. Að hugbúnaður er aðeins settur á tölvur skólans með samþykki tölvuumsjónarmanns.
6. Hlustun tónlistar, útvarps eða sjónvarps í gegnum netið er aðeins leyfileg sé það lagt fyrir sem námsefni af kennara eða með leyfi hans.
7. Skoðun efnis sem höfðar til kláms, ofbeldis eða grefur undan almannaheill er ekki leyfileg.
8. Spjallrásir eru aðeins notaðar í tengslum við námið.

Verði nemandi uppvís af því að skemma búnað skólans þarf hann eða forráðamenn hans að bæta tjónið. Brot gegn þessum reglum getur leitt til lokunar á aðgangi viðkomandi nemanda að tölvuneti skólans og getur orðið að lögreglumáli sé brotið alvarlegt.  Að öðru leyti gilda skólareglur.

English
Hafðu samband