Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er kveðið á um sjálfsmat grunnskóla. Samkvæmt þessum lögum velur skólinn sjálfur þær aðferðir sem hann hyggst nota við matið. Sjálfsmat á að vera grundvöllur að faglegu starfi og þróun.

Sjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi. Sjálfsmat er einnig leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Í sjálfsmati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreining á leiðum til þess að ná þeim, greining á sterkum og veikum hliðum skólastarfs og áætlun um aðgerðir til úrbóta.

English
Hafðu samband