Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf við nærsamfélag

Tónlistaskólinn
Álftanesskóli á í miklu samstarfi við Tónlistarskólann. Nemendur geta farið 1x í viku úr kennslustund til að sækja einkatíma á hljóðfæri. Þeir tímar eru ákveðnir í samráði við foreldra og viðkomandi umsjónarkennara. Tónlistarskólinn býður yngri nemendum árlega á jólatónleika í tónlistarskólanum. Í tengslum við hátíðir og sérstakar uppákomur koma gjarnan gestir frá tónlistarskólanum og leika fyrir börnin.

Ungmennafélagið
Margir nemendur skólans stunda íþróttir hjá Ungmennafélaginu. Nemendur í frístundaheimilinu sækja útiæfingar hjá félaginu.

Stuðningur félagasamtaka
Ýmis félög: Lionsklúbbur Álftaness, Lionsklúbburinn Seyla, Rótary klúbburinn Görðum, Kvenfélag Álftaness og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness styðja starf skólans á hverju ári og m.a. færa nemendum skólans gjafir við útskrift.

 


English
Hafðu samband