Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftanesskóli er þátttakandi í evrópsku skólasamstarfi úr menntahluta Erasmus+ árið 2020-2023. 

Verkefnið ber heitið: “Opening the door to outdoor”  og er unnið með skólum í Leipzig-Þýskalandi, Vianen-Hollandi, Derry-N-Írlandi, Rovinj-Króatíu og Sitia-Krít (Grikklandi). 

Eins og nafnið gefur til kynna er verkefnið aðallega um útikennslu og markmið þess er að nemendur upplifi jákvæð áhrif útináms sem stuðlar að hæfni þeirra til að uppgötva sínar eigin leiðir til náms. Við vonumst einnig til að nemendur læri að þróa eigin námsaðferðir sem mun hjálpa þeim að ná betri árangri í þekkingarleit bæði í námi og starfi.

Verkefnastjóri fyrir Álftanesskóla er Anna Svanhildur Daníelsdóttir.

Hér má lesa nánar um Erasmus+

Heimasíða verkefnisins

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.

English
Hafðu samband