Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasöngur Álftanesskóla.

Ljóð: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Lag: Tryggvi M. Baldvinsson. (c) 2010


Ólgandi, kitlandi aldan í fjörunni hlær.

Gælandi, strjúkandi grasið á þúfunum grær.

Blikandi, lónandi bláhvítur jökullinn sér

skundandi, þjótandi skýin og mávanna her.

            Viðlag:           Þetta er borg mín bæði og sveit

                                    ból fyrir fund minn og leit.

Hér er himinninn hár og hafsjórinn blár.

Barátta um frelsi hér barnsskónum sleit.


Mjúklega, brúnleita, mýrifugl strengina strauk.

Skarpsýna, hagorða skáldið við ljóðlínu lauk.

Eitt tifandi andartak tíminn stóð hljóður og kyrr.

Andandi, lifandi allir sem fóru hér fyrr.

            Viðlag:           Þetta er borg mín...


Bjargandi, vaggandi baggar á hestum við tjörn.

Grátandi, hlæjandi Gunnur og Jónar og börn.

Dreymandi, hugsandi dugnaðarpiltar og –fljóð

með heillandi, ögrandi hugmynd um alfrjálsa þjóð.

            Viðlag:           Þetta er borg mín...


Beljandi, syngjandi bjallan hún hringir nú inn.

Boðandi, veitandi bækur og lærdóm um sinn.

En gangandi og sitjandi greinum við sögunnar hrif;

áleitið ögrandi Álftanesklukkunnar tif.

           

Viðlag:           Þetta er borg mín...

English
Hafðu samband