Í grunnskólum Garðabæjar er búið að gefa út sameiginlega stefnu varðandi ófullnægjandi skólasókn nemenda. Mánaðarlega er tekin greining á forföllum nemenda öðrum en langtímaveikindum. Þegar grunur vaknar um að nemandi eigi við skólasóknarvanda að etja skal bregðast við með viðeigandi hætti með það að leiðarljósi að veita stuðning.
Hvernig og hvenær brugðist er við kemur skýrt fram í meðfylgjandi skjali. Álftanesskóli hefur einnig sett sér viðmið varðandi seinkomur nemenda en þær hljóða þannig að ef nemandi er búinn að koma 5-7 sinnum of seint ræðir umsjónarkennari við nemanda og foreldra. Eftir 8-14 seinkomur boðar umsjónarkennari til fundar með foreldrum og ef seinkomurnar eru orðnar 15-20 er málinu vísað í nemendarverndarráð.