Innritun og móttaka nýrra nemenda
Forráðamenn innrita nýja nemendur á heimasíðu Garðabæjar inn á vefnum Minn Garðabær en þar er rafrænt eyðublað sem ber að nota þegar sótt er um skólavist. Þjónustuver Garðabæjar sendir umsóknina til skólans. Á vorin er auglýstur sérstakur tími til umsóknar um skólavist nýnema. Á vorin eru haldnir kynningarfundir þar sem helstu áherslur skólans eru kynntar og boðið er upp á skoðunarferð um skólann. Í maí er verðandi nemendum í 1. bekk boðið í vorskóla þar sem þeir fá að upplifa og kynnast hluta úr skóladegi.
Nemendur sem eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Garðabæ verða að sækja um skólavist utan sveitarfélags. Þó að forráðamenn hafi fengið staðfestingu á að umsókn skólans um skólavist sé móttekin er ekki hægt að ganga að skólavist vísri. Skólastjóri ákveður hvort skólavist nemenda utan lögheimilis er samþykkt, það fer m.a. eftir fjölda í bekkjum o.fl.
Í Álftanesskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Mikilvægt er að nemandinn og forráðamenn hans fái strax í upphafi jákvæða mynd af skólanum. Þegar nýr nemandi er skráður í skólann er honum og forráðamönnum hans boðið að koma í heimsókn í skólann. Stjórnendur taka á móti þeim og kynna skólastarfið, sýna þeim húsnæðið og kynna fyrir verðandi umsjónarkennara.
Nemandi byrjar að hausti
Umsjónarkennarar hitta nýja nemendur og foreldra þeirra áður en skólastarf hefst. Þeir fylgjast vel með nýjum nemendum og fá bekkjarfélaga til að styðja nýja barnið bæði innan skólastofu og í útivist. Umsjónarkennarar hafa samband við heimili nýrra nemenda þegar ein til tvær vikur eru liðnar af skólatímanum. Þá gefst tækifæri til að ræða líðan nemandans og upplifun hans og foreldra af skólanum.
Nemandi byrjar á miðjum vetri
Nemandi mætir ásamt foreldrum sínum og hittir stjórnanda. Farið er yfir skólastarfið og húsnæðið skoðað. Litið er við í umsjónarbekk barnsins og umsjónarkennari kynntur. Umsjónarkennari þarf við upphaf skólagöngu nýrra nemenda að:
- Afla upplýsinga frá foreldrum um nemandann almennt, námsgengi (m.a. athuganir og greiningar) félagslega stöðu, skólagöngu hingað til, heilsufar, trúarbrögð, tengsl við aðra nemendur í skólanum o.s.frv. Ef eitthvað er athugavert við heilsu nemandans skal umsjónarkennari foreldrum á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Umsjónarkennari fylgist með því að þær upplýsingar komist til skila.
- Afhenda foreldrum og nemanda stundatöflu og allar helstu upplýsingar
- Veita upplýsingar um almenn atriði eins og viðtalstíma, nestismál, klæðnað í íþróttum, tilkynningar um forföll, beiðnir um leyfi o.s.frv.
- Skipa nemandanum í viðeigandi hóp í listum/fjölgreinum og láta annað starfsfólk vita af nýjum nemanda.
- Segja bekkjarfélögum frá komu nýs nemanda og virkja þá til að leiðbeina honum og auðvelda aðlögun í skólanum.
- Sjá um í samráði við húsvörð að húsgögn séu til staðar fyrir nemandann.
Hér má sjá móttökuáæltun nýrra nemenda af erlenum uppruna
Móttökuáætlun nýrra nemenda af erlendum uppruna