Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar/forráðamenn tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf skóladags í gegnum Mentor eða á netfangið alftanesskoli@alftanesskoli.is. Mikilvægt er að tilkynna nemanda veikan daglega vari veikindi lengur en einn dag.

Veikindi skráð í gegnum Mentor:
  • Foreldrar/forráðamenn skrá sig inn á sinni kennitölu og með sínu lykilorði.
  • Ýta á bláa kassann Ástundun.
  • Þar á að ýta á hnappinn Tilkynna veikindi og þá kemur upp sá möguleiki að skrá barnið veikt í dag og á morgun. Ef barnið er veikt lengur en í tvo til þrjá daga þarf að hafa samband við skólann og gefa frekari upplýsingar.
  • Eftir að smellt hefur verið á daginn verður reiturinn rauður og þá hefur skólanum borist tilkynning um veikindin. Skráningin verður virk eftir að skólinn hefur samþykkt hana, þá verður reiturinn grár og aðstandendur fá jafnframt staðfestingu með tölvupósti.
English
Hafðu samband