Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur eru hvattir til þess að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

Fyllsta öryggis skal ávallt gætt og mikilvægt að reglur varðandi reiðhjól séu virtar. Foreldrar skulu sjá til þess að þeir sem koma á hjóli í skólann noti hjálm og að endurskinsmerki og viðeigandi ljósabúnaður sé í fullkomnu lagi. Nemendur taka ekki þátt í hjólareiðaferðum á vegum skólans án öryggishjálma.

Mælst er til þess að börnin komi ekki á reiðhjóli í skólann í svartasta skammdeginu (nóvember - febrúar) og þegar hálka og snjór er á götum. Börn sem eru að hefja skólagöngu eiga ekki að ferðast ein um á reiðhjóli. Samkvæmt umferðarlögum má barn yngra en 7 ára ekki hjóla á akbraut nema undir eftirliti fullorðinna.

Öll hjól eru geymd utandyra og eiga að vera læst á skólatíma. Skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum sem nemendur koma á í skólann. 

Vegna öryggis nemenda er ekki leyfilegt að vera á hjólum á skólatíma. Það sama gildir um hjólabretti og línuskauta.

Skólareglur varðandi hjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskauta


English
Hafðu samband