Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.  Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að kaupa ferðir í bílinn, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið.  

Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:10 frá 3. september til 19. desember á haustönn og frá 3. janúar til og með 6. júní með hléi í páskafríinu á vorönn.  Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Hér má finna nánari upplýsingar um frístundabílinn t.d. tímatöflu, verð og skráningu.


English
Hafðu samband