Frímínútnagæsla
Gæsla er í frímínútum sem bæði kennarar og skólaliðar sjá um. Aðstoðarskólastjóri skipuleggur gæsluna og hefur með henni eftirlit. Stundatöflur eru þannig að yngri nemendur eru í frímínútum á öðrum tíma en eldri nemendur. Þannig er mun meira svigrúm á skólalóð, færri árekstrar og börnin njóta sín betur í leik.