Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalnámskrá grunnskóla

Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.

Aðalnámskrá grunnskóla kom út 2011 og með greinasviðum 2013. Í aðalnámskrá eru skilgreindir hæfniþættir á hverju námssviði og innan hverrar námsgreinar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga nemendur að fá tækifæri til að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Á vef Menntamálastofnunar er að finna upplýsingar sem eiga að vera stuðningur fyrir kennara og skólastjórnendur við það hvernig á að vinna með nokkra lykilþætti námskrár eins og hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunn og lykilhæfni. 

Grunnþættir í menntun

Ný menntastefna byggir á sex grunnþáttum menntunar en þeir eru læsisjálfbærniheilbrigði og velferðlýðræði og mannréttindijafnrétti og sköpun. Grunnþáttunum er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi. Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvernig grunnþættirnir setja mark sitt á kennslu, leik og nám. Grunnþættirnir fléttast inn í allt skólastarf. Hugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér. Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig grunnþættirnir hafi sett mark sitt á nám, kennslu og leik og skólastarfið í heild. 

  Lykilhæfni nemenda

  Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Mat á lykilhæfni fer fram að vori í öllum árgöngum. Matið er framkvæmt í mentor og birt foreldrum á fjölskylduvef. Foreldrar og nemendur meta einnig lykilhæfni í mentor og farið er yfir mat allra aðila í námsviðtölum.

  Lykilhæfnin skiptist í fimm þættir sem lagðir eru til í aðalnámskrá grunnskóla. Allir þættirnir fimm (tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga, ábyrgð og mat á eigin námi) eru jafn mikilvægir en farið er misjafnlega djúpt í þá eftir aldri nemenda. 

  Lykilhæfniþættirnir eru skilgreindir á hverju stigi fyrir sig og þannig gerðir aðgengilegir fyrir foreldra og nemendur. Lykilhæfnin felst ekki einungis í frammistöðu í tímum heldur einnig í því hvernig nemendur standa sig í skólanum almennt, í félagslífi, frímínútum o.s.frv.

  Lykilhæfni 1. - 4. bekkur

  Lykilhæfni 5. - 7. bekkur

  Lykilhæfni 8. - 10. bekkur

  Námsmat

  Meginhlutverk námsmats að afla upplýsinga um námsferlið, árangur náms og kennslu á fjölbreyttan og markvissan hátt og nota niðurstöður til leiðsagnar í kennslu og öðru starfi skólans og miðla þeim á merkingarbæran hátt til nemenda, aðstandenda þeirra og samkennara. Í Álftanesskóla er lögð áhersla á að gefa nemendum sem best til kynna hvað lagt er til grundvallar matinu; námsmatið sé hvetjandi, greinandi og leiðbeinandi. Þegar lagt er mat á frammistöðu eða framfarir nemenda, með hliðsjón af markmiðum skólans, skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá eru metnar framfarir nemandans og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Námsmat í Álftanesskóla á sér stað jafnt og þétt á námstímanum.

   

   


   
  English
  Hafðu samband