Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl

Foreldrar og nemendur eru boðaðir í formlegt samtal til umsjónarkennara tvisvar á ári, í október og janúar. Í samtölunum í október gefst nemendum og foreldrum tækifæri til þess að ræða saman um líðan nemandans og námið í heild sinni. Kennarinn fær tækifæri til þess að hrósa og hvetja eða fara yfir það sem betur mætti fara í hegðun og ástundun nemandans. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals þennan dag. 

Í janúar gefst tækifæri til þess að ræða saman um líðan og frammistöðu nemandans, farið er yfir námsárangur á miðjum vetri, hrósað og hvatt og gerð áætlun um það sem betur má fara. Til grundvallar liggur námsmat haustannar. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals þennan dag.

Fyrir utan þessi formlegu samtöl stendur foreldrum til boða að panta samtal við umsjónarkennara eins oft og þurfa þykir. Sérkennarar og sérfræðingar kalla foreldra til fundar þegar tilefni er til m.a. til kynningar á einstaklingsnámskrá, vegna lestrarátaks eða greininga.

Bókun viðtals

Foreldrum og forráðamönnum er tilkynnt þegar skráning í námsviðtöl opnar og bóka þeir bóka sjálfir viðtalstíma í gegnum Mentor.

Sjá myndband með leiðbeiningum.

 

English
Hafðu samband