Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sálfræðiþjónusta

Hlutverk skólasálfræðings er fyrst og fremst sálfræðileg greining á vanda í námi eða líðan nemenda. Sálfræðingur veitir ráðgjöf til nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsmanna skólans vegna náms- eða tilfinningavanda einstaka nemanda.

Skólasálfræðingur situr í nemendaverndarráði skólans og hefur upplýsingaskyldu gagnvart því. Foreldrar/forráðamenn geta einnig leitað til sálfræðings skólans á skólaskrifstofu Garðabæjar.

Skólasálfræðingur greinir foreldrum/forráðamönnum frá niðurstöðum sínum um þær greiningar sem framkvæmdar eru, á fundi með umsjónarkennara og deildarstjóra. Bæði starfsmenn skólans og foreldrar/forráðamenn geta óskað aðstoðar skólasálfræðings og skal það gert á sérstökum eyðublaði. Foreldrar/forráðamenn geta óskað eftir skriflegri greinargerð um niðurstöður skólasálfræðings.

 

English
Hafðu samband