Álftanesskóli tekur þátt í verkefninu ,,Gegn einelti í Garðabæ” sem er samstarfsverkefni grunnskóla bæjarins. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Unnar hafa verið áætlanir og skilgreiningar um hvernig starfsmenn eiga að bregðast við einelti og vinna með það. Allir starfsmenn skólans taka þátt í verkefninu. Í skólanum er starfrækt eineltisteymi sem í sitja deildarstjóri yngra og eldra stigs og námsráðgjafar. Þeir eru einnig í verkefnastjórn sem stjórnar verkefninu „Gegn einelti í Garðabæ“.
Ef grunur vaknar um einelti gagnvart þínu barni eða öðrum er mikilvægt að vitneskja um það berist til skólans sem fyrst. Einelti ber að tilkynna með formlegum hætti og með því að fylla út þar til gert eyðublað. Farið er eftir ákveðnu vinnuferli í meðferð eineltismála.
Stopp ofbeldi! er vefur með fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.