- Frímínútnafjör- leikjaliðar
Umsjón; Þorgerður Elín Brynjarsdóttir ásamt fulltrúum úr Sjálandsskóla, Urriðaholtsskóla og Hofstaðaskóla.
Markmið: Að útbúa fræðsluefni fyrir nemendur sem eru leikja- og vináttuleiðtogar. Að útbúa leikjaverkefnabanka fyrir leikja- og vináttuleiðtoga. Að efla jákvæð samskipti milli nemenda í frímínútum í gegnum leiki.
_____________________________________________________________________________________
- Leitin að nýsköpunarhugmyndum og þróun þeirra
Umsjón: Samúel Ívar Árnason
Markmið verkefnisins er skipt yfir tvær annir. Á þeirri fyrri þjálfast nemendur í að temja sér fjölbreitta vinnumáta við að leita áhugaverðra hugmynda og að leysa vandamál sem þau eða einhver sem þau þekkja glíma við. Þau munu nota hliðstæða hugsun (lateral thinking) til að víkka sjóndeildarhringinn og opna huga þeirra fyrir því að það eru fleiri leiðir að markmiðum en einhver ein. Horft verður á nærumhverfið í byrjun sem uppsprettu hugmynda og unnið fyrst og fremst eftir hvað þau myndi langa til að væri þar (e. wants) og hvað er nauðsynlegt að bæta (e. needs). Enn fremur munu nemendur þjálfast í samvinnu, að veita og þiggja endurgjöf í gegnum hugarflug (e. brainstorming) og geti veitt og móttekið slíkar ábendingar án þess að dæma þær eða þann sem býður þær fram. Nemendur munu hanna frumgerðir úr hversdagslegum/aðgengilegum hlutum og kynna svo sína lausn eða hugmynd fyrir samnemendum sínum. Á seinni önninni munu nemendur þróa hugmyndina sína áfram, finna markhóp og kanna hvort fleiri hafi áhuga á slíkri lausn. Á þessu stigi er hugmyndin í raun ákveðin kenning sem þarf að sannreyna, endurhanna eftir þörfum og kanna svo frekar (ítrun e.pivot). Þannig verður unnið samkvæmt þekktum kenningum um þróun nýsköpunarhugmynda og kannað hver mögulegur ávinningur geti orðið af vörunni eða þjónustunni sem á að veita. Að lokum er æskilegt að nemendur kynnist einföldum tækjum og tólum verkefnastjórnunar, fari svo að hugmyndin verði að veruleika síðar meir.
_____________________________________________________________________________________
- Vefsíður fyrir námslotur í náttúrugreinum og ensku
Umsjón; Gauti Eiríksson ásamt fulltrúa úr Garðaskóla
Markmið: Verkefnið felst í því að búa til vefsíður þar sem námslotur í náttúrugreinum og ensku eru settar upp á vefsíðu. Áætlað er að gera eina vefsíðu fyrir hverja námslotu. Á hverri vefsíðu finnur þú allt námsefni, verkefni og verkefnalýsingar, myndbönd, aukaefni og samþættingaverkefni við aðrar námsgreinar.
_____________________________________________________________________________________
- Félagsfærnisögur í teiknimyndaformi
Umsjón; Matthildur Hrönn Matthíasdóttir
Markmið: Helsta markmiðið með verkefninu er að þjálfa nemendur í félagsfærni og almennri samskiptafærni. Þjálfa færni í að mynda vináttubönd sem og að þjálfa færni í að viðhalda vináttunni. Þjálfa hvernig á að hegða sér í ákveðnum aðstæðum sem börn kunna kannski ekki alveg á.