Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

  •   Breyttir kennsluhættir og samþætting íslensku, samfélagsgreina og upplýsingamennt

            Umsjón: Einar Daði Reynisson, Helga Björg Flóventsdóttir Johansen og Auður Óskarsdóttir

Markmið: Að nútímavæða kennsluhætti í íslensku, samfélagsgreinum og upplýsingamennt á unglingastigi. Stuðla að fjölbreyttum kennsluháttum og nemendamiðuðu námi og koma þannig til móts við hvern og einn. Samþætta námsgreinar sem felur í sér mörg tækifæri til að kafa dýpra í námsefnið. Nýta betur tæknina og kenna nemendum að umgangast hana rétt og af virðingu.

 

  • Rætt til Ritunar

           Umsjón: Hildur Karlsdóttir, Ingunn Óladóttir og Sigríður Sif Grímsdóttir

Markmið: Að halda áfram að innleiða í kennsluna vinnuaðferðir Talk for writing eða Rætt til ritunar, námsefni frá bretunum Pie Corbett og Julia Strong.

 

  • Legó-félagsfærniþjálfun

            Umsjón:Sveinborg Lovísa Hauksdóttir og Þorgerður E. Brynjólfsdóttir

Markmið: Að þjálfa félagsfærni á hlutbundinn hátt, þjálfa nemendur í samskiptafærni, þjálfa sjálfstraust og stykja nemendur í að finna sína rödd. Nemendur þjálfa færni í að byggja upp vináttubönd og að taka á móti gagnrýni ásamt því að gefa öðrum hrós og hvatningu.

 

  • Peers-skólafélagsfærni

            Umsjón: Sveinborg Lovísa Hauksdóttir, Helga Björk Flóventsdóttir Johansen

Markmið: Skólafélagsfærni PEERS er raunprófuð aðferð sem sýnt hefur verið fram á að geta aukið félagsfærni en auk þess haft áhrif á hegðun í þá veru að dregið getur úr skapofsa, depurð og kvíða. Skólafélagsfærni PEERS er inleitt hjá okkur í efstu bekkina eða 7. - 10. bekk til að efla félagsfærni nemendanna óháð því hvort þau glími við frávik eða aðra erfiðleika í þroska eða líðan.

English
Hafðu samband