- 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar
Umsjón: Kennsluráðgjafar í Garðabæ
Markmið: Að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni.
- Áhugasviðsverkefni
Umsjón: Helga Björg Flóventsdóttir Johansen
Markmið: Að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.
- Fjölbreytt skólastarf - unnið gegn skólaleiða
Umsjón: Ragnar E. Arinbjarnarson, Atli Viðar Gunnarsson og Anna Svanhildur Daníelsdóttir
Markmið: Að koma betur til móts við nemendur okkar út frá þeirra styrkleikum og þörfum. Gert með hliðsjón af fjölgreindarkenningu Howards Gardner.
- Breyttir kennsluhættir og samþætting íslensku og samfélagsfræði á unglingastigi
Umsjón: Auður Óskarsdóttir, Einar Daði Reynisson og Erna Ingibjörg Pálsdóttir
Markmið: Að nútímavæða kennsluhætti í íslensku og samfélagsfræði á unglingastigi. Stuðla að fjölbreyttum kennsluháttum og nemendamiðuðu námi og koma þannig til móts við hvern og einn. Samþætta námsgreinar sem felur í sér mörg tækifæri til að kafa dýpra í námsefnið.
- Rætt til Ritunar
Umsjón: Hildur Karlsdóttir og Ingunn Óladóttir
Markmið: Að innleiða í skólann vinnuaðferðir Talk for writing eða Rætt til ritunar, námsefni frá bretunum Pie Corbett og Julia Strong. Að íslenska gögn sem tilheyra vinnu í Rætt til ritunar, s.s. veggspjöld, verkferla og texta sem nota þarf í þessa vinnu. Að útbúa kennslupakka til að miðla öðrum vinnuaðferðum.
- Erasmus 2020 - 2023: Opening the door to outdoor
Umsjón: Anna Svanhildur Daníelsdóttir
Markmið: Að nemendur upplifi jákvæð áhrif útináms sem stuðlar að hæfni þeirra til að uppgötva sínar eigin leiðir til náms. Vonumst einnig til að nemendur læri að þróa eigin námsaðferðir sem mun hjálpa þeim að ná betri árangri í þekkingarleit bæði í námi og starfi.