Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2018

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum.  Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Sameiginleg verkefni í Garðabæ:

  • Hönnun og tækni

  • Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í Garðabæ

  • Forritunarkennsla í 1. – 7. bekk grunnskóla í Garðabæ

  • Menntadagur í upplýsingatækni – lærdómssamfélag kennara í Garðabæ

 

2017

  • Vendikennsla í náttúrufræði (2015 – 2017)

    Að styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað náttúrufræðinám við Álftanesskóla og Garðaskóla. Styrkja námshæfni nemenda og innra mat (netnámsmat) við skólann. Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ. Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í náttúrufræði á nýjan hátt. Koma betur til móts við bráðgera nemendur. Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í náttúrufræði.

  • Orðskýringarmyndbönd í stærðfræði

 

Sameiginleg verkefni í Garðabæ

  • Leiðsagnarmat í grunnskólum í Garðabæ

  • Vinaliðar

English
Hafðu samband