Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síma- og snjalltækjareglur frá og með 14.janúar 2019

Síma- og snjalltækjareglur í 1.- 7. bekk:

  • Nemandi/foreldri ber fulla ábyrgð á tækinu komi nemandi með það í skólann. 
  • Snjalltæki eru bönnuð á skólatíma. 
  • Nemandi má vera með tækið í skólanum, þá slökkt á því og geymt í skólatösku. 
  • Það er ekki í boði að vera í símanum í frímínútum. 

Viðurlög við brotum á reglum í 1.- 7. bekk:

  1. Starfsmaður tekur snjalltækið af nemanda og afhendir umsjónarkennara sem skráir í Mentor og afhendir tækið í lok dags. Umsjónarkennari lætur forráðamenn vita með tölvupósti. 
  2. Ef tækið hefur verið tekið af sama nemanda þrisvar sinnum boðar umsjónarkennari forráðamenn á fund til að finna úrræði varðandi símanotkun á skólatíma. 
  3. Dugi fyrirhugað úrræði ekki er málinu vísað til stjórnanda. 

Síma- og snjalltækjareglur í 8.- 10.bekk:

  • Nemandi/foreldri ber fulla ábyrgð á tækinu komi nemandi með það í skólann. 
  • Snjalltæki/sími sem nemandi er með má ekki hafa truflandi áhrif á nám nemenda. 
  • Nemandi þarf að hafa leyfi kennara/starfsmanns til að nota snjalltæki/síma í kennslustund. 
  • Nemendur mega vera í tækjunum í frímínútum, en óskað er eftir því að nemendur séu ekki í því á meðan þeir borða hádegisverð í matsal skólans. 
  • Myndatökur eru bannaðar nema með leyfi starfsmanna. 
  • Hljóðupptökur eru bannaðar nema með leyfi starfsmanna. 
  • Noti nemandi snjalltæki án leyfis kennara skráir kennari truflun á nemanda í Mentor. 

Viðurlög við brotum á reglum í 8.- 10.bekk:

Viðurlög verða eftir ákveðinn fjölda skráninga/truflana.

  1. Brot = 4 truflanir í Mentor: Umsjónarkennari tekur nemanda í viðtal og fer yfir reglurnar og ræðir við viðkomandi um framhaldið. 
  2. Brot = 6 truflanir í Mentor: Eftir 6 truflanir (þ.e. 2 í viðbót) er málinu vísað til stjórnanda sem boðar nemanda og foreldra/forráðamenn á fund. 
  3. Brot = 8 truflanir í Mentor: Eftir 8 truflanir (þ.e. 2 í viðbót) fer nemandi í snjalltækja/símabann í tvær vikur. Annað hvort skilur nemandi tækið eftir heima eða skilar til stjórnanda í upphafi dags.
  • Hver truflun eftir fyrsta bann leiðir til tveggja vikna símabanns. 
  • Allir byrja með hreint borð í ágúst (skólabyrjun) og í janúar (eftir jólafrí).    

 

Efni um netnokun tekið af vef Umboðsmanns barna:

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni

10 netheilræði (tekið af vef Saft.is)

Hvernig eru aldurstakmörkin merkt á tölvuleikjum og kvikmyndum?

Þær öru breytingar sem hafa átt sér stað í fjölmiðlun og netsamskiptum á síðustu árum hafa í för með sér nýjar áskoranir fyrir börn, foreldra og samfélagið allt. Netið er uppspretta fróðleiks og skemmtunar sé það notað á jákvæðan hátt. Með netinu fá börn þó greiðari aðgang en áður að alls kyns óæskilegu efni, sem þau hafa e.t.v. ekki alltaf forsendur til að vega, meta og hafna. Því er þetta málaflokkur sem brýnt er að veita athygli og kynna sér frekar. 

English
Hafðu samband