Umferðaröryggi
Í mörgum árgöngum fer fram umferðarfræðsla. Nemendur eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann og bent er á nauðsyn þess að þeir noti endurskinsmerki svo ökumenn eigi auðveldara með að sjá þá í skammdeginu. Nauðsynlegt er að foreldrar/forráðamenn finni með börnum sínum bestu og öruggustu leiðina í skólann, hvetji þau til að nota gangbrautina og bendi þeim á slysagildrur sem ber að varast.
Mikil umferð er oft við skólann á morgnana og því er nauðsynlegt að fyllstu varúðar sé gætt við akstur við skólann. Starfsfólk skólans vill af gefnu tilefni fara þess á leit við foreldra/forráðamenn sem aka börnum í skólann að nota hringtorgin, vegna slysahættu sem getur skapast við skólalóðina.