Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Klæðnaður

Það er hlutverk nemenda að klæða sig eftir veðri. Veður á Íslandi eru stundum breytileg yfir einn skóladag. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kenna börnum sínum að klæða sig eftir veðri og veðurspá. Strigaskór eru léttir og þægilegir í þurru og góðu veðri. Strigaskór eru ekki heppilegur skófatnaður í rigningu og snjóslabbi. Forráðamenn eru hvattir til þess að sjá um að börnin beri endurskinsmerki. Einfaldast er að næla þau innan í vasa eða sauma borða á yfirhafnir.

Í skólanum, Frístund  og íþróttamiðstöð  er mikið af óskilafatnaði. Um er að ræða fatnað af ýmsu tagi. Ef fatnaður og aðrar eigur nemenda skila sér ekki heim að loknum skóladegi, eru foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir að snúa sér til skólaliða og húsvarðar eða skrifstofu skólans.

English
Hafðu samband