Á leið í og úr skóla
Engin ábyrgð er tekin t.d. á reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum eða línuskautum sem nemendur koma á í skólann. Vegna slysahættu er ekki í boði að leika sér á þeim á skólalóð á skólatíma. Nemendur eru beðnir að læsa hjólum sínum við hjólagrindur og hreyfa þau ekki fyrr en þeir fara heim. Það er á ábyrgð forráðamanna að sjá til þess að nemendur noti öryggishjálma á reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum. Nemendur fá ekki að fara í hjólreiðaferðir með skólanum ef þeir eru ekki með öryggishjálm. Æskilegt er að nemendur geymi hjólin heima yfir mesta skammdegið og þegar snjór og hálka er.
Forráðamenn eru hvattir til þess að sjá um að börnin beri endurskinsmerki. Einfaldast er að næla þau innan í vasa eða sauma borða á yfirhafnir.