Einstök forvarnarverkefni
Starfsmenn
Velferð barna og ungmenna í Garðabæ: Námskeið haldið árlega.
Bruna- og rýmingaræfing: Árleg bruna- og rýmingaræfing ásamt fræðslu til nemenda og starfsmanna.
Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn: Námskeið fyrir starfsmenn skólans á tveggja ára fresti
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir starfsmenn skólans: Fyrst haldið haustið 2014. Viðbrögð og úrvinnsla komi til þess að t.d. fjarlægja einstakling.
Jafnréttishandbókin: Allir starfsmenn eiga bókina.
Nemendur
Félagsfærni: kennd í minni hópnum á miðstigi og í stærri hópum eftir þörfum. Umsjón deildarstjóra, þroskaþjálfa og skóla- og námsráðgjafa Álftanesskóla.
Uppeldi til ábyrgðar: bekkjarsáttmáli, mitt og þitt hlutverk o.fl. verkefni.
Göngum í skólann: Göngutúr um hverfið.
Bekkjarfundir: samræður um ýmis málefni.
Nemendaþing: Á hverju ári skipuleggur og stjórnar félagsmálaval nemenda í 8.-10. bekk hópavinnu 270 samnemenda í sal skólans (nemendaþing). Þau semja spurningar og undirbúa klukkutíma hópavinnu þar sem leitast er við að svara spurningum og koma með hugmyndir/tillögur sem gera góðan skólann enn betri og hvað þau geta gert til þess. Hópum skipt þannig að í öllum hópum eru nemendur úr þessum sex árgöngum. Niðurstöður Nemendaþings haustið 2019 má sjá hér.
Blátt áfram:
-
1.) Starfsmenn Blátt áfram mæta einu sinni yfir veturinn og ræða við unglinga í 8. bekk um sjálfsvirðingu og hvað gera skal ef einstaklingur hefur lent í kynferðislegu ofbeldi.
-
2.) Teiknimyndin „Leyndarmálið“ fyrir 3. bekk. Fjallar um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.
-
3.) Brúðuleikhúsið fyrir 2. bekk. Fjallar um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi
Marita - fræðslan:
-
1.) 8.-10. bekk. Markmiðið er að vekja nemendur í 8.-10. bekk til umhugsunar um skaðsemi vímugjafa og hvetja þau til að taka afstöðu gegn þeim.
-
2.) 8.-10. bekk. Samhliða nemendafræðslu verður boðið upp á foreldafund að morgni til sem veitir sameiginlegan umræðugrundvöll unglinga og foreldra um þessi mikilvægu málefni
-
3.) 7. bekk og foreldrum þeirra boðið upp á fyrirlestur um einelti.
-
4.) 6. bekk og foreldrum þeirra boðið upp á fyrirlestur um tölvur og tölvunotkun.
-
5.) 5. bekk og foreldrum þeirra boðið upp á sjálfstyrkingarfyrirlestur
SAFT: jákvæð og örugg netnotkun barna og unglinga. Fræðsla fyrir nemendur og foreldra.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: Heimsókn í 3. bekk fyrir jól ár hvert. Brunavarnir – slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kemur í heimsókn og fræðir um brunavarnir. Nemendur fá söguhefti og eldvarnargetraun til að vinna heima. Getrauninni er svo skilað og dregið er úr innsendum lausnum. Unnið í samvinnu við Seylan - Lionsklúbb kvenna á Álftanesi.
Bruna- og rýmingaræfing: Árleg bruna- og rýmingaræfing ásamt fræðslu til nemenda og starfsmanna.
Ástráður: Læknanemar koma einu sinni yfir veturinn og ræða við alla nemendur í 10. bekk um kynheilbrigði, kynsjúkdóma o.fl. Markmiðið er að koma í veg fyrir og draga úr kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum.
Hjálmar: Kiwanis gefur hjálma og fræðir um forvarnargildi þeirra (1. bekkur)
Kynfræðsla: Markmiðið er að fá góða kynfræðslu fyrir nemendur. Fræðslan er kynjaskipt. Óskað er eftir styrk fyrir fyrirlestur handa unglingum annars vegar og foreldrum hins vegar. Unnið í samvinnu við Foreldrafélag Álftanesskóla.
Samtökin 78 – fyrirlestur/umræður um samkynhneigð: Fyrirlestur Samtakanna ´78 þar sem allir nemendur 10. bekkja eru saman á einum fyrirlestri. Fræðslan byggist á því að kynna hvað er að vera hinsegin (samkynhneigður, tvíkynhneigður, pansexual, transgender o.fl.) og farið er í fordóma, staðalímyndir, réttindabaráttu hérlendis og víðar og svo stuttlega komið inn á Hinsegin daga.
Rotary klúbbur Garðabæjar: Námskeið í fundarsköpum og ræðumennsku í 9. bekk
Forvarnarnefnd Garðabæjar: Dale Carnegie fyrir 13-15 ára. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og leiðtogahæfileika, bæta tjáningu og samskiptahæfileika ásamt því að auka jákvætt viðhorf. Niðurgreidd námskeiðsgjöld fyrir þá sem skrá sig á námskeið hjá Garðabæ.
VR- atvinnufyrirlestur fyrir unglinga: Fyrirlestur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Hingað til hefur fyrirlesturinn frá VR verið nemendum í 10. bekk að kostnaðarlausu
Áhugasviðskönnun fyrir 10. bekk: Námsráðgjafi Álftanesskóla býður nemendum / foreldrum að kaupa ,,Bendil“ sem er könnun fyrir nemendur og vísar veg t.d. til áhuga á starfi og starfstengdu námi.
Heilsugæsla Garðabæjar: Fræðslu- og forvarnarverkefni skólahjúkrunarfræðings.